Íslendingaslagur í deildabikarnum

Gylfi Þór og samherjar taka á móti Manchester City.
Gylfi Þór og samherjar taka á móti Manchester City. AFP

Dregið var til 3. umferðar ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld og ljóst er að það verður Íslendingaslagur því Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í Bristol City mæta Fulham sem Ragnar Sigurðsson samdi við í gær.

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Swansea eiga erfiðan leik fyrir höndum en þeir mæta ríkjandi meisturum í Manchester City á heimavelli sínum í Swansea.

Drátturinn varð annars þessi:

Nottingham Forest v Arsenal

Leeds United v Blackburn Rovers

QPR v Sunderland

West Ham v Accrington Stanley

Southampton v Crystal Palace

Swansea City v Manchester City

Fulham v Bristol City

Bournemouth v Preston North End

Tottenham v Gillingham

Everton v Norwich City

Derby County v Liverpool

Northampton v Manchester United

Brighton v Reading

Newcastle United v Wolves

Stoke City v Hull City

Leicester City v Chelsea

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert