Segir Liverpool-liðið vilja liggja djúpt

Mauricio Pochettino er stjóri Tottenham og kom liðinu í fyrsta …
Mauricio Pochettino er stjóri Tottenham og kom liðinu í fyrsta skipti í mörg ár í titilbaráttu á síðustu leiktíð. AFP

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham varar sína leikmenn við hröðum leikmönnum Liverpool en þessi lið mætast í fyrsta leik dagsins á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

Spurs voru með eina sterkustu vörnina í deildinni í fyrra en leika á morgun gegn liðinu sem hefur skorað flest mörk af öllum úrvalsdeildarliðinu á almanaksárinu 2016.

„Þeir eru með lið sem líkar vel að nota skyndisóknir. Þeim líður vel þegar þeir spila djúpt og sækja hratt. Þú gast séð það í leiknum gegn Barcelona á Wembley, 4:0 fyrir þeim,” sagði Pochettino á blaðamannafundi í dag.

„Þeir bíða og þegar þeir ná boltanum, hafa þeir hraða leikmenn á borð við Lallana, Origi, Coutinho, Wynaldum, Mané. Þeim líkar að spila svona,” sagði Pochettino.

Tottenham hefur ekki náð að sigra Liverpool í síðustu sjö leikjum liðanna og hafa tapað fimm af þeim og fengið á sig 19 mörk. 

Tottenham hefur fjögur stig eftir tvö leiki en Liverpool 3. Leikurinn hefst kl. 11:30 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert