„Rashford gerði gæfumuninn“

Marcus Rashford skoraði fyrir United í dag.
Marcus Rashford skoraði fyrir United í dag. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, var í skýjunum með leikmenn sína eftir 1:0 sigur á Hull City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það þurfti mikla þolinmæði hjá United í dag. Liðið fékk nokkur ákjósanleg færi í dag en tókst ekki að nýta þau, ekki fyrr en í uppbótartíma síðari hálfleiks er Marcus Rashford skoraði sigurmarkið.

„Marcus Rashford mun fá mörg tækifæri til að sanna sig. Hann ógnar andstæðingnum á öðruvísi hátt, þannig ég er ánægður með hann og liðið,“ sagði Mourinho.

 „Við viljum vera meistarar. Við viljum ekki bara byrja tímabilið vel, heldur viljum við líka enda það vel,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert