Wilshere lánaður til Bournemouth

Aron Einar Gunnarsson og Jack Wilshere í leik Íslands og …
Aron Einar Gunnarsson og Jack Wilshere í leik Íslands og Englands í 16 liða úrslitum á EM 2016. AFP

Enski miðvallarleikmaðurinn Jack Wilshere, sem er á mála hjá Arsenal, hefur verið lánaður til Bournemouth, en liðin leika bæði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Wilshere hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarna mánuði og hefur á meðan fallið aftar í goggunarröðina á miðsvæðinu hjá Arsenal.

Arsene Wenger keypti svissneska lansdliðsmanninn Granit Xhaka frá Borussia Mönchengladbach í sumar, en auk hans hafa Aaron Ramsey, Francis Coquelin, Mohamed Elneny, Mesut Özil og Santi Cazorla spilað inni á miðsvæðinu hjá Arsenal í þeim þremur leikjum sem liðið hefur leikið í deildinni á yfirstandandi leiktíð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert