Stóri Sámur niðurbrotinn

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. AFP

Sam Allardyce, sem í kvöld var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Englendinga, er sagður vera algjörlega niðurbrotinn vegna nýliðinna atburða þar hann lét gamminn geisa er hann var myndaður af blaðamönnum dulbúnum sem viðskiptajöfrum vopnuðum falinni myndavél.

Frétt mbl.is: Allardyce rekinn úr starfi

Allardyce var rekinn úr starfi eftir einungis 67 dag og að sögn blaðammannsins John Cross á The Mirror er kappinn algjörlega miður sín, eins og gefur að skilja, enda starf Englandsþjálfara draumastarf Stóra Sáms.

Hér má sjá hann vera á leið sinni frá Wembley í kvöld í bíl sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert