Stórleikur á Stamford Bridge

José Mourinho snýr aftur á gamla heimavöllinn í dag.
José Mourinho snýr aftur á gamla heimavöllinn í dag. AFP

Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og er annar þeirra sannkallaður stórleikur.

Chelsea tekur á móti Manchester United og snýr þá José Mourinho, stjóri United, aftur á gamla heimavöllinn en fyrir tæpu ári síðan var hann rekinn frá félaginu. Chelsea er í 5. sæti deildarinnar með 16 stig en Manchester United hefur 14 stig í 7. sætinu.

Chelsea hefur ekki tapað í síðustu 10 leikjum sínum í deild og bikar á móti United. Liðið hefur unnið fimm þeirra og gert fimm jafntefli.

Manchester City fær tækifæri til að komast í toppsæti deildarinnar en með sigri gegn Southampton á heimavelli nær liðið tveggja stiga forskoti á Arsenal og Liverpool.

Leikir dagsins:

12.30 Manchester City - Southampton
15.00 Chelsea - Manchester United

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert