Mignolet er alls ekki sáttur

Simon Mignolet.
Simon Mignolet. AFP

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, hefur þurft að sætta sig við að vera að mestu í aukahlutverki hjá liðinu að undanförnu. Þýski markvörðuinn Loris Karius hefur staðið á milli stanganna og er Mignolet farinn að ókyrrast.

„Hann er mjög einbeittur leikmaður og mjög mikill atvinnumaður. Hann er alls ekki sáttur en það er ekki að sjá á æfingum, þar sem hann leggur hart að sér og er stöðugt að bæta sig,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, spurður út í Mignolet.

Mignolet hefur verið aðalmarkvörður Liverpool undanfarin ár eftir að hafa komið frá Sunderland árið 2013. Hann hefur leikið 113 deildarleiki með liðinu en aðeins fimm á þessari leiktíð. Hann á að auki að baki 17 landsleiki fyrir Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert