Liverpool og Arsenal fóru áfram

Daniel Sturridge er hér að koma Liverpool í 1:0.
Daniel Sturridge er hér að koma Liverpool í 1:0. AFP

Liverpool og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu.

Liverpool hafði betur gegn Tottenham á Anfield. Daniel Sturridge kom Liverpool í 2:0 en undir lokin minnkaði Vicent Janssen metin fyrir Tottenham úr vítaspyrnu. Liverpool var sterkari aðilinn og Vorm markvörður Tottenham sá til þess að sigurinn yrði ekki stærri.

Arsenal vann nokkuð þægilegan sigur gegn B-deildarliði Reading á Emirates. Úrslitin urðu 2:0 og skoraði enski landsliðsmaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain bæði mörkin.

Úrslitin í leikjunum:
Liverpool - Tottenham, 2:0 (leik lokið)
Arsenal - Reading, 2:0 (leik lokið)
Bristol City - Hull, 1:2 (leik lokið)
Leeds - Norwich, 2:2 (Leeds vann 3:2 í vítakeppni)
Newcastle - Preston, 6:0 (leik lokið)

20.37 MARK! Bristol City var að minnka muninn í 2:1. Lee Tomlin skoraði markið.

20.36 MARK! Markaveisla á St.James Park. Ayoze Perez var að koma Newcastle í 6:0.

20.32 MARK! Newcastle er komið í 5:0 með marki frá Mohamed Diame.

20.30 Varamaðurinn Danny Ings átti gott skot að marki Tottenham en Vorm var vandanum vaxinn og varði skotið með tilþrifum.

20.23 Sturridge hársbreidd frá þrennunni en glæsilegt skot hans small í þverslánni.

20.22 MARK! Arsenal er að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitunum en liðið er komið í 2:0 gegn Reading. Aftur var Alex Oxlade-Chamberlain markaskorarinn.

20.18 MARK Tottenham að minnka muninn. Vincent Janssen skoraði úr vítaspyrnu af öryggi sem dæmd var þegar Lamella var felldur. Ódýr vítaspyrna!

20.06 Liverpool var að komst í 2:0. Daniel Sturridge komst einn í gegn og setti boltann á milli fóta Vorm í marki Tottenham.

20.02 Origi átti góða skottilraun en Vorm markvörður Tottenham gerði vel í því að slá boltann yfir. Liverpool er töluvert sterkari aðilinn.

20.00 MARK! Mörkunum rignir niður á St.James Park. Aleksandar Mitrovic var að skora sitt annað mark og koma Newcastle í 4:0.

19.58 MARK! Newcastle er að ganga frá Preston en staðan er orðin, 3:0. Matt Ritchie skoraði þriðja markið.

19.55 Daniel Sturridge í dauðafæri að koma Liverpool í 2:0 en enski landsliðsmaðurinn kiksaði fyrir opnu marki.

19.51 MARK! Hull var að komast í 2:0 á móti Bristol City með marki frá Michael Dawson.

19.48 Síðari hálfleikur er hafinn.

19.35 Það er kominn hálfleikur í leikjunum fimm.

19.32 MARK! Leeds United er búið að jafna metin gegn Norwich á Elland Road með marki frá Marcus Antonsson.

19.31 MARK! Hull City var að komst í 1:0 á móti Bristol City og skoraði Harry Maguire markið á 44. mínútu leiksins.

19.25 MARK! Newcastle er í góðum málum en Mohamed Diame var að koma liðinu í 2:0 gegn Preston.

19.20 Rautt spjald! Newcastle er orðið manni fleiri á móti Preston eftir að Alan Browne var vikið af velli.

19.18 MARK! Arsenal var að ná forystunni gegn Reading með marki frá Alex Oxlade-Chamberlain á 34. mínútu leiksins.

19.09 Vincent Janssen framherji Tottenham var í góðu færi en náði ekki að koma boltanum í netið.

19.05 MARK!! Newcastle er komið í 1:0 á móti Preston á heimavelli sínum. Markaskorarinn var Aleksandar Mitrovic.

19.01 MARK! Norwich er komið yfir gegn Leeds á Elland Road með marki frá Alex Pritchard.

19.00 Sturridge hefur gert það gott í deildabikarnum en þetta var 9. marks í átta leikjum með Liverpool í deildabikarnum.

18.53 MARK!! Fyrsta mark kvöldsins hefur litið dagsins ljós og það skoraði Daniel Sturridge sem skoraði af stuttu færi upp í þaknetið.

18.45 Búið er að flauta til leiks í leikjunum fimm.

0. Lið Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Lucas, Klavan, Moreno, Stewart, Wijnaldum, Grujic, Ejaria, Origi, Sturridge. Varamenn: Karius, Clyne, Lovren, Can, Lallana, Mane, Ings.

0. Lið Tottenham: Vorm, Trippier, Carter-Vickers, Wimmer, Davies; Dier, Winks; Onomah, Carroll, Nkoudou; Janssen.

0. Lið Arsenal: Martinez, Holding, Gabriel, Jenkinson, Gibbs, Elneny, Maitland-Niles, Ox, Reine-Adelaide, Iwobi, Lucas.

0. Hörður Björgvin Magnússon er á meðal varamanna hjá Bristol City.

Harry Winks leikmaður Tottenham í baráttu við Ovie Ejaria á …
Harry Winks leikmaður Tottenham í baráttu við Ovie Ejaria á Anfield í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert