Liverpool ekki nálægt 100%

Jürgen Klopp og hans menn hafa byrjað leiktíðina vel.
Jürgen Klopp og hans menn hafa byrjað leiktíðina vel. AFP

Liverpool mætir Tottenham í kvöld í 4. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu. Liverpool hefur leikið níu leiki í röð án taps.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið hafi ekki verið „nálægt því að vera 100%“ á þessari leiktíð, þrátt fyrir að það sé jafnt Manchester City og Arsenal á toppi úrvalsdeildarinnar:

„Við getum varist betur, við getum sótt betur, við getum skapað betur,“ sagði Klopp, sem verður án fyrirliðans Jordan Henderson í kvöld þegar hann tekur út leikbann. Tottenham verður án Moussa Sissoko sem tekur út fyrsta leik sinn af þremur í banni.

Simon Mignolet mun fá sæti í byrjunarliði Liverpool í kvöld í stað Loris Karius, sem er orðinn aðalmarkvörður liðsins.

„Svona er röðin: Loris númer eitt, Simon númer tvö. Mignolet er mjög einbeittur leikmaður og mikill atvinnumaður. Hann er ekki ánægður en maður sér það ekkert á æfingum. Hann leggur hart að sér og er að bæta sig,“ sagði Klopp.

Búist er við því að sóknarmaðurinn Danny Ings komi við sögu í kvöld, en hann hefur aðeins leikið 26 mínútur á þessari leiktíð. Ings hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir U23-lið Liverpool á síðustu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert