Mata tryggði United sigur á City

Juan Mata fagnar í kvöld.
Juan Mata fagnar í kvöld. AFP

Manchester United er komið áfram í 8 liða úrslit enska deildabikarsins eftir 1:0 sigur á Manchester City á Old Trafford í kvöld. Juan Manuel Mata gerði sigurmarkið í byrjun síðari hálfleiks.

Leik lokið. United er komið áfram í bikarnum. Jose Mourinho 1:1 Pep Guardiola.

85. Það er ekki útlit fyrir að City ætli sér að jafna. United eins og er á leið í 8-liða úrslit.

54. MAAAAAARK!!! Man. Utd 1:0 Man. City. Juan Manuel Mata að koma heimamönnum yfir með góðu marki. Zlatan fann Herrera í teignum en sá spænski datt og vildi fá vítaspyrnu. Mata kom á ferðinni á eftir honum og kláraði svo færið.

48. PAUL POGBA MEÐ SKOT Í STÖNG!! Ander Herrera, Juan Mata og Zlatan spila boltanum vel sín á milli áður en hann berst til Pogba en skot hans fer í stöng. Willy Caballero varði hann reyndar í stöng.

46. Seinni hálfleikur er hafinn.

Hálfleikur.

41. RASHFORD!! Zlatan finnur Rashford sem er sloppinn í gegn en nær ekki að koma almennilegu skoti á markið og City menn ná að bjarga. Leikurinn aðeins að opnast.

30. City hefur verið betri aðilinn í leiknum en United hefur gert vel að pressa þá niður. Aðeins eitt færi litið dagsins ljós.

14. Iheanacho fær gult spjald fyrir nákvæmlega ekkert. Daley Blind rann á mjög svo blautum vellinum.

3. City byrjar mun betur. Kelechi Iheanacho fær frían skalla strax á upphafsmínútunum en tókst þó ekki að klára færið.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin birtast hér fyrir neðan.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Blind, Valencia, Rojo, Shaw, Carrick, Herrera, Mata, Pogba, Rashford, Ibrahimovic.

Byrjunarlið Manchester City: Caballero, Maffeo, Otamendi, Kompany, Clichy, Fernando, Aleix Garcia, Nolito, Navas, Sane, Iheanacho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert