Tottenham ætlar að selja Bentaleb

Nabil Bentaleb í leik með Schalke.
Nabil Bentaleb í leik með Schalke. AFP

Nabil Bentaleb, leikmaður Tottenham Hotspur á Englandi, verður að öllum líkindum seldur til Schalke í janúar, en hann er á láni í Þýskalandi út leiktíðina. Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag.

Bentaleb, sem er 21 árs gamall, var lánaður frá enska liðinu til Schalke í sumar, en liðið setti klásúlu í samninginn að það ætti möguleika á að kaupa hann fyrir 19 milljónir evra.

Hann hefur spilað hvern einasta leik fyrir Schalke á leiktíðinni og hefur félagið nú ákveðið að nýta sér kaupréttinn í samningnum.

Bentaleb skoraði tvö mörk fyrir Schalke í sigri á Mainz á dögunum en hann virðist ekki eiga erindi í leikmannahóp Tottenham eins og staðan er núna. Liðið er nú þegar með menn á borð við Eric Dier, Victor Wanyama og Moussa Dembele í hans stöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert