Everton býður Rooney velkominn heim

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, segir að dyrnar séu alltaf opnar fyrir Wayne Rooney að snúa aftur heim ef hann yfirgefi herbúðir Manchester United.

Rooney hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og hann hefur til að mynda misst sæti sitt í liði United. Koeman var spurður á blaðamannafundi í dag hvort möguleiki væri á því að fá Rooney heim.

„Hann er frábær leikmaður og hann er ekki kominn á síðustu metrana á ferlinum. Ég veit ekki hvernig staðan er hjá honum og ég verð að virða það, en ef það er einhver möguleiki að fá Rooney aftur til Everton þá væri hann alltaf velkominn,“ sagði Koeman.

Rooney er uppalinn hjá Everton og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu árið 2002, þá sextán ára gamall. Hann spilaði í tvö ár með Everton áður en United keypti hann á rúmar 25 milljónir punda sumarið 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert