Hörður vann og Aron fékk stig

Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður Bristol City.
Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður Bristol City. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City unnu góðan sigur á Ipswich í dag, 2:0, í ensku B-deildinni í knattspyrnu og lyftu sér aftur upp fyrir miðja deild.

Bristol City, sem hafði gefið eftir undanfarið eftir góða byrjun á tímabilinu, er í 11. sæti með 27 stig. Hörður lék að vanda allan leikinn í stöðu miðvarðar.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff sem gerði 0:0 jafntefli við Brighton á heimavelli. Cardiff er áfram í fallsæti en fór upp fyrir Wigan og er nú þriðja neðst með 19 stig, einu stigi á eftir Blackburn. Brighton mistókst að komast á toppinn og er stigi á eftir Newcastle í öðru sætinu.

Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Fulham sem burstaði Reading, 5:0, og er í 10. sæti með 28 stig.

Newcastle er með 40 stig, Brighton 39, Reading 34, Birmingham 31, Sheffield Wednesday 31, Norwich 30, Huddersfield 30 og Derby 29 í efstu sætum deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert