Hvað gerir Costa gegn Man. City?

Diego Costa hefur verið óstöðvandi með Chelsea undanfarnar vikur.
Diego Costa hefur verið óstöðvandi með Chelsea undanfarnar vikur. AFP

Fyrsti leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er jafnframt stórleikur umferðarinnar því Manchester City tekur á móti Chelsea á Etihad-leikvanginum í Manchester í hádeginu í dag.

Chelsea er með 31 stig á toppnum eftir þrettán umferðir en Liverpool og Manchester City eru með 30 stig í öðru og þriðja sæti. Liverpool spilar ekki fyrr en á morgun og sækir þá Bournemouth heim.

Leikmenn Chelsea ættu að mæta fullir sjálfstrausts til leiks því eftir að þeir fengu skell gegn Arsenal í lok september hafa þeir unnið sjö leiki í röð í deildinni og skorað í þeim nítján mörk gegn aðeins einu. Diego Costa hefur þar verið í stóru hlutverki en hann og Sergio Agüero hjá Manchester City eru markahæstir í deildinni með 10 mörk hvor og Costa hefur jafnframt lagt upp fjögur mörk fyrir Chelsea það sem af er tímabilinu.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, hældi kollega sínum Antonio Conte hjá Chelsea á hvert reipi í gær. „Hann er einn af bestu þjálfurum heims en við höfum aldrei mæst. Það verður gaman að mæta honum, hann skilaði frábæru starfi hjá Juventus,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi hjá City. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert