„Mistök að láta Gylfa fara“

Gylfi fagnar marki með Tottenham.
Gylfi fagnar marki með Tottenham. Ljósmynd/twitter

Alan Sugar, fyrrverandi stjórnarformaður Tottenham, segir að félagið hafi gert mikil mistök með því að láta Gylfa Þór Sigurðsson fara frá félaginu.

Þetta skrifar Sugar á Twitter-síðu sína en skömmu eftir að Mauricio Pochetttino tók við stjórastarfinu hjá Tottenham var Gylfi seldur til Swansea þar sem hann hefur svo sannarlega átt góðu gengi að fagna.

Gylfi náði aldrei að festa sig í sessi hjá Tottenham þau tvö tímabil sem hann lék með liðinu en hann hefur gert það gott hjá Swansea og hefur komið að 15 mörkum liðsins á tímabilinu og skorað 5 mörk.

Gylfi spilaði í dag á sínum gamla heimavelli, White Hart Lane, og mátti sætta sig við 5:0 tap og eftir leiki dagsins er Swansea í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 9 stig eftir 14 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert