Hafði engan áhuga á stelpum

Paul Pogba hafði bara áhuga á fótbolta þegar hann var …
Paul Pogba hafði bara áhuga á fótbolta þegar hann var yngri. AFP

Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba segir að hann hafi eingöngu haft áhuga á fótbolta þegar hann var að alast upp.

„Fjölskyldan mín hjálpaði mér alltaf. Fólkið í kringum mig hvatti mig stöðugt áfram,“ sagði Pogba í viðtali við Sky Sports. 

„Pabbi spilaði sjálfur og var einnig þjálfari. Ég fæddist hins vegar ekki með silfurskeið í munni en ég svaf í sama rúmi og bræður mínir þegar ég var yngri. Lífið var því ekki alltaf auðvelt,“ bætti Pogba við en hann varð dýrasti knattspyrnumaður sögunnar þegar Manchester United keypti hann frá Juventus á 89 milljónir punda í sumar. 

„Ég hafði engan áhuga á stelpum, bara fótbolta. Það var völlur við hliðina á húsinu okkar og ég var þar öllum stundum. Lífið snerist um fótbolta og ég ætlaði mér að verða atvinnumaður,“ sagði Pogba sem verður líklega í byrjunarliði Manchester United sem sækir Everton heim í ensku úrvalsdeildinni síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert