„Fáum kannski vítaspyrnu einn daginn“

Pep Guardiola á leiknum í kvöld.
Pep Guardiola á leiknum í kvöld. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, var ósáttur eftir 1:1 jafntefli liðsins gegn Glasgow Celtic í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann kallar eftir betri dómgæslu.

Guardiola var með nokkuð breytt lið í kvöld en Sergio Aguero, framherji liðsins, verður ekki með í næstu leikjum og þá er það í verkahring Kelechi Iheanacho að taka stöðu hans en hann skoraði fyrir City í kvöld.

„Ég er svo ánægður fyrir hönd ungu leikmannanna. Við spiluðum nokkuð vel en það er engin pressa á Kelechi Iheanacho, hann þarf bara að vinna vinnuna sína,“ sagði Guardiola.

Patrick Roberts, leikmaður Glasgow Celtic, skoraði fyrsta mark leiksins, en hann er á láni frá Manchester City.

„Markið hjá Patrick Roberts var frábært og hann er góður leikmaður. Við munum pæla í honum eftir tímabilið.“

Guardiola hefur verið afar ósáttur með dómara í síðustu leikjum en hann kallar eftir betri dómgæslu með orðum sínum.

„Við fáum kannski vítaspyrnu einn daginn. Spurðu dómarann út í þetta, því þetta er svona í hverjum einasta leik,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert