Celtic kært vegna stuðningsmanna

Leikmenn Celtic og Manchester City í viðræðum við dómarana Slavko …
Leikmenn Celtic og Manchester City í viðræðum við dómarana Slavko Vincic í leiknum í gærkvöld. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært skosku meistarana Celtic til aganefndar sambandsins vegna framkomu þeirra í leiknum við Manchester City í Meistaradeild Evrópu sem fram fór á Etihad-leikvanginum í Manchester í gærkvöld.

Hópur stuðningsmanna Celtic fór yfir á svæði stuðningsmanna City, átök urðu í þeirra hópi þegar rúmar 70 mínútur voru búnar af leiknum og þá var skotið upp flugeldum frá svæði Skotanna.

UEFA telur ábyrgðina alfarið á herðum Celtic og tilkynnti í dag að málið yrði tekið fyrir á fundi öryggis-, siða- og aganefndar sambandsins 23. febrúar.

Manchester City viðhafði gífurlegar öryggisráðstafanir vegna leiksins og fékk jákvæð viðbrögð vegna þeirra frá UEFA.

Leikurinn endaði 1:1 en hann skipti hvorugt liðið máli. City var komið í 16-liða úrslit og Celtic átti ekki möguleika á að komast úr neðsta sæti riðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert