Gylfi kom Swansea City á bragðið

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í 3:0-sigri Swansea City gegn Sunderland í fallbaráttuslag á Liberty Stadium í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Swansea City komst úr fallsæti með þessum sigri, en liðið hefur 12 stig líkt og West Ham United og Hull City. Swansea City er í 17. sæti deildarinnar sem er sætið fyrir ofan fallsæti þar sem liðið er með bestu markatöluna af þessum þremur liðum. 

Arsenal komst upp að hlið Chelsea á toppi deildarinnar með 3:1-sigri sínum gegn Stoke City á Emirates. Arsenal og Chelsea eru nú jöfn að stigum á toppnum, en Chelsesa getur endurheimt forskot sitt þegar liðið mætir WBA á morgun. 

Jóhann Berg Guðmundsson var fjarri góðu gamni hjá Burnley sem hafði betur, 3:1, þegar liðið fékk Bournemouth í heimsókn á Turf Moor. Jóhann Berg tognaði aftan í læri í leik með Burnley gegn Manchester City í lok nóvember og gat ekki leikið með liðinu vegna þeirra meiðsla. 

Þá gerðu Hull City og Crystal Palace 3:3 jafntefli í leik liðanna á KCOM Stadium. Hull City er í næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig, en Crystal Palace er aftur á móti í 14. sæti deildarinnar með 15 stig.  

Úrslit og markaskorarar í leikjum dagsins:

Swansea City - Sunderland, 3:0
Gylfi Þór Sigurðsson (víti) 51., Fernando Llorente 54., 80.  
Arsenal - Stoke City, 3:1
Theo Walcott 42., Mesut Özil 50., Alex Iwobi 75. - Charlie Adam (víti) 29. 
Burnley - Bournemouth, 3:2
Jeff Hendrick 13., Stephen Ward 17., George Boyd 75. - Benik Afobe 45., Charlie Daniels 90. 
Hull City - Crystal Palace, 3:3
Robert Snodgrass (víti) 27., Adama Diomande 71., Jake Livermore 78. - Christian Benteke (víti) 52., Wilfried Zaha 70., Fraizer Campbell 89. 

90. Leikjum dagsins er lokið. 

90. MAAARK. Burnley - Bournemouth, 3:2. Charlie Daniels eygir von hjá Bournemouth þegar hann hamrar boltanum í netið eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu. 

89. MAAARK. Hull City - Crystal Palace, 3:3. Dramatíkin heldur áfram á KCOM Stadium, en Fraizer Campbell var að jafna metin fyrir Crystal Palace með góðum skalla á nærstönginni.  

80. MAAARK. Swansea City - Sunderland, 3:0. Fernando Llorente tryggir hér Swansea City gríðarlega mikilvæg þrjú stig í fallbarátunni með öðru marki sínu og þriðja marki Swansea City. 

78. MAAARK. Hull City - Crystal Palace, 3:2. Fjörið heldur áfram á KCOM Stadium þar sem Jake Livermore var að koma Hull City yfir. Livermore komst í gott skotfæri eftir laglegt samspil og skoraði síðan með góðu skoti í nærhornið. 

75. MAAARK. Arsenal - Stoke City, 3:1. Alex Iwobi er líklega að tryggja Arsenal stigin þrjú þegar hann skorar með góðu skoti í fjærhornið. 

75. MAAARK. Burnley - Bournemouth, 3:1. George Boyd tvöfaldar forystu Burnley með fyrsta marki sínu á leiktíðinni. Andre Gray lagði boltann laglega í hlaupaleiðina fyrir Boyd með fallegri hælspyrnu og Boyd skoraði með góðu skoti. 

71. MAAARK. Hull City - Crystal Palace, 2:2. Forysta Crystal Palace varði ekki lengi þar sem Adama Diomande hefur hefur jafnað metin fyrir Hull City einungis einni mínútu eftir að Wilfried Zaha náði forystunni fyrir Crystal Palace. 

70. MAAARK. Hull City - Crystal Palace. Wilfried Zaha kemur Crystal Palace yfir með glæsilegu marki. Zaha leikur á tvo varnarmenn Hull City áður en hann neglir boltann í nærhornið. 

54. MAAARK. Swansea City - Sunderland, 2:0. Fernando Llorente tvöfaldar forystu Swansea City með marki eftir stoðsendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni eftir hornspyrnu. Gylfi Þór sendir lúmska sendingu á nærstöngina og þar mætir Llorente og skorar með góðu skoti í fjærhornið. 

52. MAAARK. Hull City - Crystal Palace, 1:1. Christian Benteke jafnar metin fyrir Crystal Palace með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Robert Snodgrass fyrir að brjóta á Wilfried Zaha. 

49. MAAARK. Swansea City - Sunderland, 1:0. Gylfi Þór Sigurðsson kemur Swansea City með marki úr vítaspyrnu sem dæmd er á Jason Denayer fyrir að handleika boltann innan vítateigs Sunderland. Gylfi Þór skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnunni með skoti á mitt markið. Þetta er fimmta deildarmark Gylfa Þórs fyrir Swansea City á leiktíðinni.  

50. MAAARK. Arsenal - Stoke City, 2:1. Mesut Özil kemur Arenal yfir með fallegum skalla eftir góða fyrirgjöf frá Alex Oxlade-Chamberlain.

46. Seinni hálfleikur er hafinn í leikjum dagsins. 

45. Hálfleikur í leikjum dagsins. 

45. MAAARK. Burnley - Bournemouth, 2:1. Benik Afobe kemur Bournemouth inn í leikinn með því að minnka muninn í eitt mark undir lok fyrri hálfleiksins. 

42. MAAARK. Arsenal - Stoke City, 1:1. Theo Walcott jafnar metin fyrir Arsenal með sjöunda deildarmarki sínu á yfirstandandi leiktíð. Alexis Sánchez sendir góða stungusendingu á Hector Bellerin og hann finnur Walcott sem skilar boltanum í netið með hnitmiðuðu skoti. 

29. MAAARK. Arsenal - Stoke City, 0:1. Það voru að berast óvænt tíðindi frá Emirates þar sem Charlie Adam var að koma Stoke City yfir með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Granit Xhaka fyrir að gefa Joe Allen olnbogaskot. Adam skoraði af feykilegu öryggi úr vítaspyrnunni.  

27. MAAARK. Hull City - Crystal Palace, 1:0. Robert Snodgrass nær forystu fyrir Hull City þegar hann skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnu. Snodgrass fiskaði vítaspyrnuna sjálfur, en hann féll nokkuð auðveldlega eftir tæklingu Scott Dann. Leikmenn Crystal Palace voru allt annað en sáttir með vítaspyrnudóminn.  

17. MAAARK. Burnley - Bournemouth, 2:0. Þvílík byrjun hjá Burnley, en það var Stephen Ward sem tvöfaldaði forystu liðsins þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Jeff Hendrick.  

13. MAAARK. Burnley - Bournemouth, 1:0. Jeff Hendrick kemur Burnley yfir með stórglæsilegu marki. Hendrick tekur boltann á lofti eftir útspark Tom Heaton og boltinn fer í fallegum sveig fyrir Artur Boruc, markvörð Bournemouth. 

1. Leikir dagsins eru hafnir. 

Byrjunarlið Swansea City:  Fabianski - Rangel, Mawson, Amat, Taylor - Fulton, Gylfi Þór Sigurðsson, Britton - Barrow, Llorente Routledge. 

Byrjunarlið Sunderland: Pickford - Jones, Van Aanholt, Djilobodji, Koné - Larsson, Denayar, Ndong, Pienaar - Defoe, Anichebe. 

Byrjunarlið Arsenal:  Cech - Gabriel, Mustafi, Koscielny, Monreal - Xhaka, Coquelin - Walcott, Özil, Oxlade-Chamberlain - Sánchez. 

Byrjunarlið Stoke City: Grant - Johnson, Muniesa, Martins Indi, Pieters - Allen, Imbula, Shaqiri - Adam, Arnautovic, Diouf.

Byrjunarlið Burnley: Heaton - Lowton, Mee, Keane, Ward - Arfield, Hendrick, Marney - Defour, Boyd, Vokes 

Byrjunarlið Bournemouth:  Boruc - Francis, Steve Cook, Ake, Daniels - Adam Smith, Arter, Gosling - Fraser, Afobe, Callum Wilson.

Byrjunarlið Hull City: Marshall - Maguire, Davies, Dawson, Robertson - Huddlestone, Clucas, Livermore - Elmohamady, Diomande, Snodgrass.

Byrjunarlið Crystal Palace: Hennessey - Ward, Dann, Delaney, Kelly - Townsend, Ledley, McArthur, Zaha, Benteke, Puncheon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert