Costa skoraði sigurmark Chelsea

Chelsea náði þriggja stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með því að leggja WBA að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í 15. umferð deildarinnar á Stamford Bridge í dag.

Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum, en gekk þó illa að brjóta á bak aftur þéttan varnarmúr WBA. Það var síðan spænski framherjinn Diego Costa sem náði að brjóta ísinn, en hann reyndist hetja Chelsea í leiknum með því að skora sigurmark liðsins á 76. mínútu leiksins.

Costa vann þá boltann af Gareth McAuley, leikmanni WBA, lék með boltann inn á vítateigshornið á vítateig WBA og skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti sem hafnaði efst í markhorninu á marki WBA. 

Chelsea trónir á toppi deildarinnar með 37 stig, en Arsenal kemur næst með 34 stig. Liverpool sem er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig getur minnkað forskot Chelsea í fjögur stig með sigri þegar liðið mætir West Ham United klukkan 16.30 í dag. WBA er aftur á móti í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig. 

90. Leik lokið með 1:0-sigri Chelsea. 

90. Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma í seinni hálfleik. 

88. Nemanja Matic, leikmaður Chelsea, er áminntur með gulu spjaldi fyrir að toga í peysy Claudio Yacob, leikmanns WBA. 

84. Skipting hjá WBA. Chris Brunt fer af velli og Hal Robson-Kanu kemur inná. 

79. Skipting hjá Chelsea. Eden Hazard fer af velli og Branislav Ivanovic kemur inná. 

78. Tvöföld skipting hjá WBA. Matthew Phillips og James Morrison fara af velli og James McClean og Nacer Chadli koma inná. 

76. MAAARK. 1:0. Diego Costa nýtir sér slæm mistök Gareth McAuley og kemur Chelsea yfir. Costa vinnur boltann af McAuley og skorar með föstu og hnitmiðuðu skoti sem hafnar efst í markhorninu vinstra megin í marki WBA. 

74. Skipting hjá Chelsea. Victor Moses fer af velli og Cesc Fabregas kemur inná. 

63. Skipting hjá Chelsea. Pedro Rodriguez fer af velli og Willian kemur inná. 

56. Claudio Yacob, leikmaður WBA, er áminntur með gulu spjaldi fyrir að brjóta á N'Golo Kante, leikmanns Chelsea.

51. Craig Dawson, leikmaður WBA, er áminntur með gulu spjaldi fyrir að toga í peysu Diego Costa, leikmanns Chelsea. 

48. N'Golo Kante, leikmaður Chelsea, er áminntur með gulu spjaldi fyrir groddaralega tæklingu á Gareth McAuley, leikmann WBA.

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Stamford Bridge. 

45. Hálfleikur á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea voru mun meira með boltann í fyrri hálfleiknum og voru sterkari aðilinn án þess þó að ná skapa sér opin marktækifæri. 

45. Einni mínútu bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. 

29. Gareth McAuley, leikmaður WBA, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot á Eden Hazard, leikmanni Chelsea.  

20. Chris Brunt, leikmaður WBA, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot á Diego Costa, leikmanni Chelsea.  

1. Leikurinn er hafinn á Stamford Bridge. 

Byrjunarlið Chelsea:  Courtois - Azpilicueta, David Luiz, Cahill - Moses, Kante, Matic, Alonso - Pedro, Diego Costa, Hazard.

Byrjunarlið WBA: Foster - Dawson, McAuley, Evans, Nyom - Yacob, Fletcher, Brunt - Morrison, Phillips, Rondon.

0. Chelsea er á toppi deildarinnar ásamt Arsenal, en liðin eru jöfn að stigum með 34 stig. WBA er hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert