Arsenal vann Burnley á lygilegan hátt

Arsenal vann ótrúlegan 2:1 sigur á Burnley á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Burnley jafnaði leikinn í 1:1 í uppbótartíma úr vítaspyrnu en þrátt fyrir það tókst Arsenal að tryggja sér sigur á lokamínútu uppbótartímans og þar við sat.

Skhodran Mustafi kom Arsenal yfir með skallamarki eftir hornspyrnu í seinni hálfleik og virtist eftirleikurinn ætla að verða auðveldur fyrir Arsenal-menn. Granit Xhaka, miðjumaður liðsins gerði þeim hins vegar erfiðara fyrir er hann fékk beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Dean Marney.

Burnley nýtti sér liðsmuninn er Andre Gray skoraði úr vítaspyrnu í blálokin en eins og áður segir, tókst Alexis Sanchez að tryggja Arsenal magnaðan sigur, einnig út víti.

Leik lokið. Ótrúlegur sigur hjá Arsenal. 

90+8 MAAAAARK!! Þvílíkar lokamínútur. Alexis Sanchez vippar boltanum í mitt markið og tryggir Arsenal magnaðan sigur.

90+7 ARSENAL FÆR VÍTI! HVAÐ ER Í GANGI. 

90+3 MAAAAAARK! Andre Gray jafnar. Tekur vítið beint á markið á meðan Petr Cech skutlar sér. Cech var þrátt fyrir það í boltanum en það dugði ekki til. 

90+2. Burnley fær víti!

81. Burnley nálægt því að jafna. Ashley Barnes er í góðu færi en hann hittir ekki boltann enda datt hann á rassinn og færið rann út í sandinn. 

79. Burnley hefur ekki náð að nýta sér það að vera manni fleiri. Þeir hafa ekkert sótt að marki Arsenal síðan Xhaka fauk út af. 

65. RAUTT SPJALD! Granit Xhaxa er rekinn af velli fyrir tveggja fóta tæklingu á Dean Marney á miðjum vellinum. 

59. MAAAARK! Arsenal er komið yfir. Shkodran Mustafi skallar hornspyrnu í bláhornið. Stuttu áður hefði hann líklegast átt að fá víti en það kemur ekki að sök núna. 

46. Seinni hálfleikur er kominn af stað. Aaron Ramsey á fyrstu tilraun seinni hálfleiks en skotið hans er yfir.

Hálfleikur. Arsenal tókst ekki að brjóta Burnley niður í fyrri hálfleik. Markalaust í leikhléi. 

42. Nú kemst Sanchez í mjög fínt færi en skotið hans af stuttu færi fer rétt framhjá. 

40. Arsenal hefur verið sterkari aðilinn en það hefur vantað að skapa alvöru færi. Alexis Sanchez reyndi nú skot af löngu færi en Heaton varði örugglega. 

14. Mesut Özil á hættulegt skot utan teigs sem Tom Heaton rétt nær að slá í horn. Eftir hornspyrnuna fer boltinn á Alex Iwobi sem reynir svo skot sem fer í varnarmann og rétt framhjá. Eftir þá hornspyrnu á Laurent Koscielny svo skalla af stuttu færi sem fer beint í fangið á Giroud. Arsenal að presa. 

1. Leikurinn er hafinn

Byrjunarlið Burnley: Heaton, Ward, Mee, Keane, Lowton, Defour, Hendrick, Marney, Boyd, Gray, Barnes

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Gabriel, Mustafi, Koscielny, Monreal, Ramsey, Xhaka, Sanchez, Özil, Iwobi, Giroud 

0. Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með Burnley í dag vegna meiðsla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert