Íslendingaliðin töpuðu

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. AFP

Kvöldið var ekki gott fyrir Íslendingaliðin Cardiff og Fulham í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Bæðin liðin töpuðu útileikjum 1:0.

Cardiff heimsótti toppliðið Brighton & Hove Albion og lék landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson allan leiktímann á miðjunni hjá Cardiff. Brighton er í efsta sæti deildarinnar með 60 stig en Cardiff í 16. sæti með 33 stig. 

Ragnar Sigurðsson sat á varamannabekk Fulham þegar liðið tapaði fyrir Reading.  Fulham er í 9. sæti með 40 stig en Reading í 3. sæti með 49 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert