Moyes nær í fjórða gamla lærisveininn

Joleon Lescott með treyju Sunderland.
Joleon Lescott með treyju Sunderland. Ljósmynd/Sunderland

Enski miðvörðurinn Joleon Lescott hefur samið við enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland og mun leika með liðinu út yfirstandandi leiktíð.

Hinn 34 ára gamli Lescott yfirgaf Aston Villa í sumar og hélt þá til Grikklands og samdi við AEK frá Aþenu. Eftir aðeins fjóra leiki meiddist hann og samningi hans var rift í kjölfarið.

Lescott spilaði með Everton á árunum 2006 – 2009 og er því aftur kominn undir stjórn David Moyes, núverandi stjóra Sunderland. Nú er Moyes raunar kominn með fjóra fyrrum lærisveina sína aftur frá Everton-liðinu 2009.

Auk Lescott eru þeir Jack Rodwell, Victor Anichebe og Steven Pienaar allir hjá Sunderland í dag eftir að hafa spilað saman hjá Moyes í búningi Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert