United í 8-liða úrslit

Marcus Rashford jafnaði fyrir Manchester United.
Marcus Rashford jafnaði fyrir Manchester United. AFP

Manchester United er komið í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir 2:1 sigur á Blackburn á útivelli í dag.  

Blackburn komst yfir í fyrri hálfleik er Danny Graham skoraði eftir undirbúning Marvin Emnes. Marcus Rashford jafnaði leikinn fyrir hlé með marki eftir glæsilega sendingu Henrikh Mkhitaryan. 

United setti Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba inn á í seinni hálfleik. Það reyndist ráða úrslitum þar sem Pogba átti sendingu á Zlatan sem skoraði sigurmarkið korteri fyrir leikslok.

Fylgst var með gangi mála á mbl.is. 

90. Leik lokið. Zlatan Ibrahimovic skoraði sigurmarkið. 

74. MARK! Manchester United er komið yfir. Paul Pogba kemur með langa sendingu fram völlinn sem Zlatan Ibrahimovic afgreiðir í netið. 

62. Skipting. Rándýr skipting hjá Manchester United. Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic koma inn í stað Jessie Lingard og Anthony Martial. 

60. Staðan er enn 1:1 og er aðeins háfltími eftir af leiknum. United vill helst sleppa því það að spila annan leik enda leikjaálagið mikið þessa dagana. 

46. Seinni hálfleikur er kominn af stað. 

45. Hálfleikur. United tókst ekki að skora aftur fyrir hlé og er staðan því 1:1 í hálfleik. 

26. MARK! Manchester United er búið að jafna. Marcus Rashford klárar af öryggi eftir glæsilega sendingu frá Henrikh Mkhitaryan. 

18. MARK! Ég skal segja ykkur það. Blackburn Rovers er komið í 1:0. Marvin Emnes fer illa með Marcus Rojo áður en hann sendir á Danny Graham sem afgreiðir boltann mjög vel í netið. 

1. Leikurinn er hafinn. 

Byrjunarlið Blackburn: Steele, Greer, Williams, Lowe, Feeney, Graham, Melgrew, Emnes, Guthrie, Lenihan, Conway

Byrjunarlið Manchester United: Romero, Young, Smalling, Rojo, Darmian, Carrick, Herrera, Lingard, Mkhitaryan, Rashford, Martial

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert