Kane með þrennu í öruggum sigri

Harry Kane fagnar einu af þremur mörkum sínum í dag.
Harry Kane fagnar einu af þremur mörkum sínum í dag. AFP

Harry Kane skoraði þrennu í 3:0 sigri Tottenham á Fulham í 16-liða úrslitum enska bikarsins í dag. Tottenham hafði algjöra yfirburði í leikum og hefði sigurinn getað verið stærri. 

Kane skoraði fyrstu tvö mörkin eftir undirbúning Danans Christian Eriksen og þriðja markið kom eftir sendingu frá Dele Alli. 

Öll mörkin voru góðar afgreiðslur af stuttu færi, eins og framherjar eiga að gera. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Fulham þar sem hann er að glíma við meiðsli. 

Fylgst var með gangi mála á mbl.is.

90. Leik lokið. 

73. MARK! Harry Kane skorar sitt þriðja mark í dag og gulltryggir Tottenham farmiða í 8-liða úrslit. Hann klárar vel eftir sendingu Dele Alli.  

50. MARK! Sama uppskrift og áðan. Eriksen með fyrirgjöf á Harry Kane sem skorar af stuttu færi. 

46. Seinni hálfleikur er kominn af stað

45. Tottenham mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og er forystan þeirra algjörlega verðskulduð. 

25. Yfirburðir hjá Tottenham. Christian Eriksen kemst í mjög góða stöðu en skotið hans hittir ekki markið. Það virðist vera spurningarmerki hvenær Tottenham bætir við. 

16. MARK! Tottenham er komið yfir. Þeir byrja leikinn mikið betur og er þetta mark alveg verðskuldað. Harry Kane kláraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Eriksen. 

11. Scott Malone á fyrstu tilraun Fulham en skot hans utan teigs hittir ekki markið. 

5. Dele Alli með hættulegt skot rétt fram hjá. Flott byrjun hjá Tottenham. 

4Tottenham fær fyrsta færið. Harry Kane skallar boltann á Danann Christian Eriksen sem er einn gegn Bettinelli í marki Fulham en markmaðurinn sér við honum og ver vel. 

1. Leikurinn er hafinn. Tottenham byrjar með boltann. 

Byrjunarlið Fulham: Bettinelli, Malone, Odoi, McDonald, Kebano, Cairney, Ayité, Ream, Johansen, Aluko, Kalas

Byrjunarlið Tottenham: Vorm, Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Davies, Wanyama, Winks, Eriksen, Son, Dele, Kane

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert