Mourinho búinn að gefast upp

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Chelsea sé þegar búið að tryggja sér enska meistaratitilinn.

Liðin mætast í 8-liða úrslitum enska FA-bikarsins og segir Mourinho að Chelsea geti nú einbeitt sér alfarið að þeirri keppni. Sérstaklega þar sem Chelsea er ekki í Evrópukeppni í vetur eftir afleitt gengi á síðasta tímabili.

„Ég þarf að hugsa um svo margt. Við spilum í Evrópudeildinni og úrslitaleik deildabikarsins og vonandi aftur í Evrópudeildinni. Svo erum við að berjast um efstu fjögur sætin í deildinni. Chelsea þarf bara að hugsa um þennan leik við okkur því þeir eru orðnir meistarar og hafa ekki upp á neitt annað að spila,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert