Óásættanleg gagnrýni á Wenger

Arsene Wenger tekur í spaðann á Pep Guardiola.
Arsene Wenger tekur í spaðann á Pep Guardiola. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Arsene Wenger, kollegi sinn hjá Arsenal, sé beittur ósanngirni eftir stórtap liðsins í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Arsenal tapaði þá 5:1 fyrir Bayern München í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar, og hafa margir farið svo langt að krefjast afsagnar Wengers. Guardiola er ekki sammála því.

„Það sem ég hef heyrt síðustu daga frá gömlum leikmönnum, blaðamönnum og fleirum í garð Arsene Wenger er óásættanlegt. Það er ekki borin nein virðing, en það er víst þannig að menn geta sagt hvað sem þeir vilja,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert