Mourinho er brjálaður

José Mourinho á hliðarlínunni í Saint-Étienne í kvöld.
José Mourinho á hliðarlínunni í Saint-Étienne í kvöld. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er brjálaður út í enska knattspyrnusambandið.

Ástæðan fyrir því er að leikur Chelsea og Manchester United í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefur verið settur á mánudaginn 11. mars, þremur dögum fyrir leik Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en United tryggði sér farseðilinn þangað í kvöld eftir sigur gegn Saint-Etíenne.

„Ég er mjög undrandi á að þessi ákvörðun hafi verið tekin áður en dregið verður í Evrópudeildinni því við vitum ekki hvar við spilum og hvort við byrjum heima eða á útivelli,“ sagði Mourinho.

„Ég get ekki mætt Chelsea með varalið eða U21 árs liðið eins og Manchester City gerði í fyrra. Ég get ekki gert það. Við erum Manchester United. En við gætum þurft að fara til Rússlands, Tyrklands eða Grikklands og spila þar þremur dögum eftir Chelsea-leikinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert