Ævintýri Ranieri er á enda

Claudio Ranieri hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester eftir …
Claudio Ranieri hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester eftir magnaðan tíma hjá félaginu þar sem hann skilaði einum ótrúlegasta titli sögunnar í hús síðasta vor. AFP

Aðeins 298 dögum, eða um níu mánuðum, eftir að Claudio Ranieri leiddi Leicester City til óvæntasta meistaratitilsins í sögu fótboltans á síðari árum, var honum sagt upp störfum hjá enska félaginu.

Leicester sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem staðfest var að knattspyrnustjórinn ítalski hefði verið rekinn og aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, og þjálfarinn Mike Stowell myndu stýra liðinu á meðan leitað væri að eftirmanni.

Annar Ítali, Roberto Mancini, var fyrstur manna orðaður við starfið í gærkvöld en hann hætti störfum hjá Inter Mílanó í ágúst. Mancini stýrði Manchester City 2009 til 2013 og liðið varð bæði enskur meistari og bikarmeistari undir hans stjórn.

Viðbrögð við brottrekstri Ranieri voru víða hörð í gærkvöld og forráðamenn Leicester voru af mörgum gagnrýndir harðlega fyrir þessa ákvörðun en Ranieri var kjörinn þjálfari ársins í heiminum 2016 af FIFA fyrir afrekið hjá Leicester.

Sjá greinina í heild sinni í Morgunblaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert