Vitum ekki hvern fjandann við erum að gera!

The Mirror virðist gefa í skyn í dag að Kasper …
The Mirror virðist gefa í skyn í dag að Kasper Schmeichel hafi ekki viljað hafa Ranieri áfram. AFP

Lítið hefur verið skrifað um annað en brottrekstur Ítalans Claudio Ranieri frá Englandsmeisturum Leicester í þarlendum miðlum frá því í gær. Mirror greinir frá því í dag að ákvörðun eiganda félagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið tekin vegna þess að lykilleikmenn hafi komið til hans og kvartað undan Ítalanum.

Eftir ótrúlegan sigur í deildinni á síðasta tímabili þar sem Ranieri vissi alltaf sitt sterkasta byrjunarlið og taktík, þá gerðu sífelldar breytingar Ítalans útslagið fyrir leikmenn Leicester á þessu tímabili. Breytingarnar voru það sem hann var þekktur fyrir áður en hann gerði Leicester að meisturum.

Eftir 3:0 tap gegn Manchester United á einn lykilleikmannanna að hafa sagt í klefanum: „Við vitum ekki hvern fjandann hvað við erum að gera! Við erum búnir að vera! (e. we are fucked).“

Þessar breytingar ollu gremju á meðal leikmanna auk þess sem hann banaði kjúklingaborgara eftir leiki og setti í stað skylduát á pasta.

Ítalinn góðláti, Claudio Ranieri, hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra …
Ítalinn góðláti, Claudio Ranieri, hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Leicester. AFP

Í frétt Mirror kemur einnig fram að leikmenn eins og Kasper Schmeichel og Jamie Vardy hafi verið með óbein skot á stjórann á opinberum vettvangi.

Schmeichel sagði eftir tapið gegn United að allir þyrftu að bæta sig, frá „efsta lagi til hins neðsta“. Vardy sagði á blaðamannafundi með Ranieri sér við hlið að allir hjá félaginu þyrftu að bæta sig, stjórnn og þjálfarateymið einnig. Schmeichel sagði einnig að „hver einasti maður hjá félaginu“ þyrfti að gera betur til þess að koma liðinu úr þeirri stöðu sem það er í úrvalsdeildinni.

Leicester er í 17. sæti ensku deildarinnar með 21 stig, og er stigi frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert