„Gylfi átti að fá víti“

Cesc Fábregas og Gylfi Þór í eldlínunni á Stamford Bridge …
Cesc Fábregas og Gylfi Þór í eldlínunni á Stamford Bridge í dag. AFP

Paul Clement knattspyrnustjóri Swansea segir að hans menn hafi átt að fá vítaspyrnu í stöðunni 1:1 gegn Chelsea á Stamford Bridge í dag.

„Allir leikir sem við spilum og vinnum ekki, þá erum við vonsviknir. Chelsea er með mjög gott lið, það er frábær gæði til staðar og það gerði gæfumuninn. Við áttum ekki mörg færi en við náðum að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa varist vel í hálfleiknum.

„Það var stórt atriði þegar Cesar Azpilicueta handlék boltann eftir viðskipti við Gylfa Sigurðsson. Við áttum möguleika þar að komast í 2:1 en þremur mínútum síðar lentum við undir eftir að hafa fengið á okkur ódýrt mark. Ef tekið er tillit til færanna í leiknum verðskuldaði Chelsea sigurinn en þetta atvik var stórt í mínum huga,“ sagði Clement.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert