Gylfi skorar mest á móti Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fá það verðuga verkefni að mæta toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi Þór ætti þó að geta rifjað upp einhverjar ljúfar minningar en hann virðist elska að skora á móti Chelsea, því hann hefur skorað fjögur mörk gegn þeim bláu á ferlinum sem er það mesta sem hann hefur skorað gegn einu ákveðnu liði í ensku úrvalsdeildinni. Tvö hafa komið með Tottenham og tvö með Swansea.

Gylfi Þór hefur komið að hvorki meira né minna en 16 mörkum Swansea af 31 í deildinni á tímabilinu, skorað átta og lagt upp átta.

Chelsea hefur 60 stig og er með átta stiga forskot á Manchester City í 2. sæti. Swansea hefur 24 stig, er fjórum stigum frá fallsæti eftir fjóra sigurleiki af sex síðustu leikjum í deildinni.

Leikurinn í dag hefst kl. 15:00 og fylgst verður með gangi mála hér á mbl.is.

Leikirnir í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Kl. 15:00 Chelsea - Swansea
Kl. 15:00 C. Palage - Middlesbrough
Kl. 15:00 Everton - Sunderland
Kl. 15:00 Hull - Burnley
Kl. 15:00 Southampton - Arsenal
Kl. 15:00 WBA - Bournemouth
Kl. 17:30 Watford - West Ham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert