Glæpsamlega vanmetinn

Gylfi Þór lagði upp sitt níunda mark fyrir Swansea í …
Gylfi Þór lagði upp sitt níunda mark fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni í gær í 3:1 tapi liðsins gegn toppliði Chelsea. AFP

Það er engum blöðum um það að fletta að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur farið á kostum á tímabilinu 

Kappinn hefur skorað átta mörk og er kominn með níu stoðsendingar, eftir stoðsendingu sína í 3:1 tapi Swansea gegn toppliði Chelsea, og er hann þar á toppi listans ásamt Kevin de Bruyne, Belganum öfluga í liði Manchester City.

Fjölmargir sparkspekingar hafa vaknað að undanförnu og hrósað kappanum en það eru ekki bara þeir sem hrósa Gylfa heldur einnig hinn almenni fótboltaáhugamaður.

Hér að neðan gefur að líta nokkur ummæli þeirra á Twitter þar sem allir virðast vera á einu máli um að Gylfi eigi að spila fyrir betra lið og á stærra sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert