Stórkostlegur Kane í stórsigri Tottenham

Harry Kane fagnar þriðja marki sínu.
Harry Kane fagnar þriðja marki sínu. AFP

Enski framherjinn Harry Kane átti stórkostlegan leik fyrir Tottenham, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark, í 4:0 sigri liðsins á Stoke í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Það tók aðeins 37. mínútur fyrir Kane að skora þrennuna en hann lagði upp mark Dele Alli í lok fyrri hálfleiks og var því sannarlega allt í öllu.

Alli hefur þar með jafnað markahæstu menn deildarinnar og er kominn með 17 mörk ásamt Alexis Sánchez hjá Arsenal og Romelu Lukaku Everton.

Þrennan var auk þess sú þriðja hjá Alli á árinu 2017, sú þriðja í níu leikjum, en nú hefur kappinn skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum.

Tottenham hélt uppteknum í síðari hálfleik en tókst ekki að finna netmöskvana þrátt fyrir fjölmargar tilraunir. 

Tottenham fer í 53 stig og upp í 2. sæti deildarinnar, hefur stigi meira en Manchester City í 3. sæti en Chelsea hefur 63 stig, tíu stiga forskot á toppi deildarinnar.

Stoke hefur áfram 32 stig í 10. sæti og sá aldrei til sólar í dag og var gjörsamlega yfirspilað af mögnuðum Tottenham-mönnum.

Tottenham - Stoke, staðan er 4:0.

90. Leik lokið! Öruggur sigur Tottenham.

86. Harry Kane fær heiðursskiptingu. Inn kemur Son.

85. Kyle Walker í hörkufæri en Grant ver enn og aftur vel. 

73. Harry Kane með hörkuskot sem Grant ver afar vel í horn.

60. Tottenham heldur bara áfram. Dier í hörkufæri eftir aukaspyrnu frá Eriksen en Grant ver. 

46. Síðari hálfleikur hafinn.

Leikmenn Tottenham fagna í dag.
Leikmenn Tottenham fagna í dag. AFP

45.+1 MARK! Dele Alli kemur Tottenham í 4:0. Harry Kane með stoðsendinguna, rennir honum á Alli á fjærstönginni eftir snarpa sókn heimamanna. 

Kane skorar sitt þriðja mark og fullkomnar þrennuna eftir aðeins …
Kane skorar sitt þriðja mark og fullkomnar þrennuna eftir aðeins 37. mínútna leik. AFP

37. MAARK! Ertu að grínast? Harry Kane kominn með þrennu á 37 mínútum. Þrumar knettinum fyrir utan teig í markið. Staðan orðin 3:0. Tottenham að afgreiða þennan leik í fyrri hálfleik. Eða Kane, öllu heldur.

32. MAAAKR! Harry Kane. Magnaður leikkafli hjá Tottenham, Stoke á ekki séns! Kane gerði þetta fáránlega vel. Fékk boltann fyrir utan teig og hamraði hann með vinstri á lofti, óverjandi fyrir Grant. 

31. Áfram heldur stórskotahríðin. Kyle Walker nú með fyrnafast skot utan teigs en Grant ver vel.

28. Stórskotahríð hjá Tottenham þessa stundina. Harry Kane átti rétt í þessu þrumuskot, sem leit út fyrir að vera á leið í vinkilinn, en fór rétt framhjá. Áður hafði Tottenham komið sér í góða sóknarstöðu sem það fékk horn úr. Vertonghen fékk boltann í horninum og skaut honum í þverslána og út! Stoke-liðið afar heppið! 

23. Risamöguleiki fyrir Stoke en Hugo Lloris bjargar frábærlega frá Crouch!

14. MARK! Harry Kane kemur Tottenham í 1:0. Tottenham hélt boltanum vel og eftir vandræðagang í vörninni hjá Stoke berst boltinn til Kane í teignum sem leggur hann fyrir sig og setur hann í hornið, utarlega í vítateignum.

1. Leikurinn er hafinn!

0. Byrjunarliðin eru klár.

Tottenham: Lloris, Dier, Alderweireld, Vertonghen, Walker, Wanyama, Dembele, Davies, Alli, Eriksen, Kane. 

Stoke: Grant, Bardsley, Shawcross, Martins Indi, Pieters, Whelan, Adam, Sobhi, Allen, Arnautovic, Crouch. 

0. Byrjunarliðin birtast innan skamms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert