Ráðist að Pogba á veitingastað

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Paul Pogba, dýrasti knattspyrnumaður heims og leikmaður Manchester United, varð fyrir aðkasti á veitingastað frá ósáttum stuðningsmönnum.

Pogba er sagður hafa verið staddur á rólegum veitingastað ásamt vinafólki, þegar nokkrir stuðningsmenn komu að borðinu og báðu hann um eiginhandaráritun. Pogba neitaði hins vegar og var þá sakaður um að sýna óvirðingu.

Veittust þeir að honum og króuðu af, áður en starfsfólk á staðnum kallaði á lögreglu. Sjónarvottur segist hafa búist við því að menn færu að beita höggum, í samtali við enska fjölmiðla, en fólkið fór af vettvangi þegar kallað var á lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert