Talað um Ranieri næstu 50 árin

Stuðningsmenn Leicester sýndu Claudio Ranieri stuðning sinn í stúkunni í …
Stuðningsmenn Leicester sýndu Claudio Ranieri stuðning sinn í stúkunni í gærkvöld. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði vel um kollega sinn Claudio Ranieri sem var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Leicester í síðustu viku.

Ranieri gerði Leicester að enskum meisturum í vor, öllum að óvörum, en eftir að liðið var komið í fallsæti var hann látinn fara. Það hefur verið umtöluð ákvörðun víða um knattspyrnuheiminn.

„Eftir 50 ár mun fólk enn tala um hvað Ranieri gerði með Leicester. Þeir spiluðu frábærlega í gær í fyrsta leik án hans, en voru greinilega undir hans áhrifum frá því á síðasta tímabili,“ sagði Guardiola og minntist á 3:1-sigur Leicester á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert