Gylfi orðaður við Newcastle United

Gylfi Þór Sigurðsson á fleygiferð í leik með Swansea City …
Gylfi Þór Sigurðsson á fleygiferð í leik með Swansea City gegn Chelsea fyrr á leiktíðinni. AFP

Breskir fjölmiðlar keppast við það að orða Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur farið á kostum með Swansea City á leiktíðinni, við hin og þessi félög þessa dagana. Nú hefur Newcastle United bæst í þá flóru félaga. 

Newcastle United trónir á toppi ensku 1. deildarinnar með 78 stig og er sjö stigum á undan Huddersfield Town sem er í næsta sæti fyrir neðan þau sæti sem tryggja beinan þátttökurétt í efstu deild á næstu leiktíð.

Talið er Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle United, ætli að setja það í forgang að tryggja sér þjónustu Gylfa Þórs takist liðinu að tryggja sér sæti í efstu deild í vor.

Newcastle United er sagt tilbúið til þess að punga út 15 milljónum punda fyrir Gylfa Þór, en breskir fjölmiðlar hafa sagt að Swansea City meti Gylfa Þór hins vegar á 35 milljónir punda.

Gylfi Þór hefur einnig verið orðaður við West Ham United, Everton og Southampton síðustu daga, en sjálfur hefur Gylfi Þór látið hafa eftir sér að hann dreymi um að færa sig um set til eins af stóru félögunum í Evrópu í náinni framtíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert