Munum bæta okkur á næstu leiktíð

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, niðurlútur í leikslok.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, niðurlútur í leikslok. AFP

„Við spiluðum nákvæmlega á þann hátt sem við ætluðum að gera. Við lögðum allt sem við áttum í leikinn og settum þennan leik upp eins og úrslitaleik keppninnar,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, í samtali við BBC eftir tap liðsins gegn Arsenal í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í dag.

Nú lítur allt út fyrir að fyrsta keppnistímabilið hjá Pep Guardiola hjá Manchester City muni líða á þess að hann bæti bikar við í bikarskáp félagsins. Manchester City er úr leik í þeim útsláttarkeppnum sem liðið tók þátt í á tímabilinu og hæpið að liðið verði enskur meistari.

„Við sköpuðum aragrúa af færum, en við náðum ekki að klára færin almennilega. Þetta hefur verið vandamál alla leiktíðina og við verðum að bæta okkur á þessu sviði. Við komumst því miður ekki lengra að þessu sinni. Við munum bæta okkur á næstu leiktíð, það er alveg klárt,“ sagði Guardiola enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert