Gylfi Þór í liði helgarinnar

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, var valinn í lið helgarinnar hjá enska blaðinu the Telegraph í dag eftir frammistöðu sína gegn Stoke þar sem Swansea vann 2:0 sigur.

Gylfi Þór fór eins og svo oft áður fyrir sínum mönnum og lagði hann m.a. upp sitt 12. mark í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann situr í 2. sæti ásamt Dananum Christian Eriksen hjá Tottenham, en Kevin de Bruyne hjá Manchester City í er í toppsætinu með 13 stoðsendingar.

The Telegraph valdi í liðið úr leikjunu í ensku úrvalsdeildinni sem og úr stórleikjunum tveimur í bikarnum.

„(Gylfi Þór) Sigurðsson og Fernando Llorente eru eina von Swansea um að ná að halda sér í deildinni. (Gylfi Þór) Sigurðsson tekur þátt í nánast öllum sóknaraðgerðum Swansea og var til staðar, enn og aftur, í sigri þeirra á Stoke City,” segir í umsögn Telegraph um kappann.

Mark: Eldin Jakupovic (Hull)
Vörn: Martin Kelly (C. Palace), David Luiz (Chelsea), Laurent Koscielny (Arsenal), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal)
Miðja: Paul Pogba (Man. United), Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea), Kamil Grosicki (Hull).
Sókn: Eden Hazard (Chelsea), Christian Benteke (C. Palace), Anthony Martial (Man. United.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert