Spilað í ensku úrvalsdeildinni næstu þrjú kvöld

Jose Mourinho og Pep Guardiola leiða saman hesta sína á …
Jose Mourinho og Pep Guardiola leiða saman hesta sína á fimmtudagskvöldið. AFP

Það verður spilað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu næstu þrjú kvöld þar sem nokkur af toppliðunum verða í eldlínunni. Fimm leikir eru á dagskrá þessi þrjú kvöld en allt eru þetta frestaðir leikir.

Annað kvöld eigast við Chelsea og Southampton á Stamford Bridge og á fimmtudagskvöld er borgarslagur í Manchester þegar City fær United í heimsókn. Þá verður fróðlegt að sjá hvort Crystal Palace haldi áfram að hrella toppliðin en liðið fær granna sína í Tottenham í heimsókn.

Leikirnir í vikunni eru þessir:

Þriðjudagur:
18.45 Chelsea - Southampton

Miðvikudagur:
18.45 Arsenal - Leicester
18.45 Middlesbrough - Sunderland
19.00 Crystal Palace - Tottenham

Fimmtudagur:
19.00 Manchester City - Manchester United

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert