Costa jafnaði Sánchez

Diego Costa fagnar marki í kvöld.
Diego Costa fagnar marki í kvöld. AFP

Diego Costa framherji Chelsea blandaði sér á nýjan leik í baráttuna um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði tvö mörk í 4:2 sigri gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Costa hefur þar með skorað 19 mörk eins og Alexis Sánchez, Arsenal. Harry Kane, Tottenham, er annar markahæstur með 20 mörk og Romelu Lukaku, Everton, stendur vel að vígi en hann er markahæstur í deildinni með 24 mörk.

Fyrra markið sem Costa skoraði í kvöld var hans 50. í ensku úrvalsdeildinni og það í 85. leiknum. Aðeins sjö leikmenn hafa verið fljótari að ná 50 mörkum í deildinni en Costa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert