Ekki viss um að geta náð Chelsea

Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. AFP

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segist ekki viss um að lið hans geti náð Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og tekið titilinn.

Chelsea er með fjögurra stiga forskot á Tottenham og mætir Southampton í kvöld, en á morgun heimsækir Tottenham lið Crystal Palace. Bæði lið eiga sex leiki eftir.

„Við erum ekki vissir um að við getum náð Chelsea – það er allt undir þeim komið. Þeir spila í kvöld og við sjáum svo til. Ef við náum ekki Chelsea á toppnum, þá verðum við að ná að tryggja okkur í það minnsta eitt af fjórum efstu sætunum,“ sagði Pochettino á fréttamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert