Fer ekki til annars liðs í deildinni

Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. AFP

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir útilokað að Alexis Sánchez verði seldur til annars liðs í ensku úrvalsdeildinni í sumar.

Sílemaðurinn, sem er 28 ára gamall, á eitt ár eftir af samningi sínum við Lundúnaliðið en hann hefur ekki skrifað undir nýjan samning við liðið enn sem komið er.

„Það er á hreinu að hann verður ekki seldur til liðs í deildinni en eins og ég hef sagt þá held ég að hann verði með okkur áfram og geri nýjan samning,“ sagði Wenger við fréttamenn

Sánchez hefur verið besti leikmaður Arsenal á tímabilinu. Hann hefur skorað 19 mörk í deildinni og skaut sínum mönnum í úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester City í framlengingu.

Sánchez verður í eldlínunni í kvöld en Arsenal fær Englandsmeistara Leicester í heimsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert