Viljum vinna fyrsta útisigurinn

Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við Paul Pogba, leikmann Manchester …
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við Paul Pogba, leikmann Manchester United. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson vonast til þess að Burnley vinni sinn fyrsta útisigur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu á laugardaginn þegar liðið sækir Crystal Palace heim.

Burnley situr í 16. sæti deildarinnar með 36 stig sem liðið hefur fengið nær öll á heimavelli sínum, Turf Moor. Jóhann Berg sneri aftur inn í lið Burnley eftir erfið hnémeiðsli um síðustu helgi og lék síðasta hálftímann í 2:0 tapi gegn Manchester United.

„Þetta er erfið deild en heilt yfir á tímabilinu höfum við staðið okkur vel. Nú eigum við fjóra leiki eftir og ef við getum krækt okkur í nokkur stig til viðbótar þá verðum við í góðri stöðu. Palace er næsti mótherjinn. Við höfum vitaskuld ekki fengið mörg stig á útivelli svo þetta verður mikilvægur leikur,“ segir Jóhann Berg í samtali við vefinn burnleyexpress.net.

„Við viljum vinna útisigur og stuðningsmenn okkar verðskulda útisigur því þeir ferðast alltaf með okkur. Svo vonandi kemur hann á laugardaginn.“

<div></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert