Tímabilinu líklega lokið hjá Bravo

Claudio Bravo í leiknum í gær.
Claudio Bravo í leiknum í gær. AFP

Claudio Bravo, markvörður Manchester City, gæti hafa leikið sinn síðasta leik á tímabilinu eftir að hafa verið borinn meiddur af velli í markalausa jafnteflinu við Manchester United í gærkvöldi.

Hinn 34 ára gamli Bravo virtist meiðast í kálfa og í stað hans kom Willy Caballero í markið á 79. mínútu.

„Hann verður frá í alla vega einhverjar vikur og ég veit ekki hvort hann muni yfir höfuð spila aftur á tímabilinu,“ sagði Pep Guardiola, stjóri City, eftir leikinn.

Bravo kom til City í sumar á rúmar 15 milljónir punda frá Barcelona en leikurinn í gær, það er að segja fram að 79. mínútu, er aðeins sá sjötti í deildinni í vetur þar sem Bravo heldur marki sínu hreinu.

Claudio Bravo meiðist í leiknum í gær.
Claudio Bravo meiðist í leiknum í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert