Tottenham eltir Chelsea - vann Arsenal

Harry Kane skorar af vítapunktinum og kemur Tottenham í 2:0.
Harry Kane skorar af vítapunktinum og kemur Tottenham í 2:0. AFP

Tottenham er á ný fjórum stigum á eftir Chelsea í einvígi liðanna um enska meistaratitilinn í knattspyrnu, eftir öruggan sigur í grannaslagnum gegn Arsenal á White Hart Lane í dag, 2:0.

Tottenham var sterkari aðilinn allan tímann og fór illa með tvö dauðafæri í fyrri hálfleiknum en staðan í hléi var 0:0.

Dele Alli kom Tottenham yfir á 56. mínútu af stuttu færi eftir að Petr Cech hafði varið frá Christian Erikson, 1:0.

Aðeins 90 sekúndum síðar var dæmd vítaspyrna á Arsenal þegar Harry Kane féll í návígi við Gabriel. Kane tók spyrnuna sjálfur og skoraði, 2:0.

Tottenham er þá með 77 stig í öðru sætinu en Chelsea er með 81 stig og bæði lið eiga fjórum leikjum ólokið.

Þessi úrslit þýða jafnframt að í fyrsta skipti í 22 ár mun Tottenham enda fyrir ofan Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en rígurinn á milli keppinautanna í Norður-London er mikill.

Tottenham 2:0 Arsenal opna loka
90. mín. Dele Alli (Tottenham) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert