Allardyce að ganga burt

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. AFP

Sam Allardyce er sagður hafa ákveðið að hætta sem knattspyrnustjóri Crystal Palace eftir að hafa bjargað liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Þessu greinir Daily Mail frá í dag, en ekkert hefur heyrst úr herbúðum félagsins varðandi málið. Er Allardyce sagður ósáttur við að fá ekki loforð um að geta styrkt leikmannahópinn í sumar.

Allardyce tók við Palace seint í desembermánuði og skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Lundúnaliðið eftir að Alan Pardew hafði verið rekinn. Þetta var fyrsta starf hins 62 ára gamla Allardyce síðan hann var rekinn sem landsliðsþjálfari Englands eftir að hafa samþykkt að taka við greiðslum með því að beygja regl­ur enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins fyr­ir þriðja aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert