Burnley losar sig við Barton

Joey Barton.
Joey Barton. AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Burnley sem landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur með hefur leyst Joey Barton undan samningi við félagið.

Barton var úr­sk­urðaður í 18 mánaða bann frá öll­um af­skipt­um af knatt­spyrnu eft­ir að hafa verið fund­inn sek­ur um um­tals­verð veðmál tengd knatt­spyrnu í síðasta mánuði en hann játaði að hafa veðjað á um 1.260 leiki á und­an­förn­um tíu árum. Hann gekk í raðir Burnley um áramótin og lék 14 leiki með liðinu í deildinni og skoraði í þeim eitt mark.

Bart­on, sem er 34 ára gam­all, á lang­an og lit­rík­an fer­il að baki og hann sat m.a. í fang­elsi um skeið vegna lík­ams­árás­ar. Hann lék áður með Manchester City, Newcastle, QPR, Marseille og Ran­gers og á að baki einn lands­leik fyr­ir Eng­lands hönd.

Þá hefur Michael Kightly einnig verið losaður undan samningi við liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert