Leikur Man.Utd og Ajax fer fram

Manchester United mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar annað kvöld.
Manchester United mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar annað kvöld. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að úrslitaleikur Manchester United og Ajax í Evrópudeildinni fari fram í Stokkhólmi annað kvöld þrátt fyrir voðaverkið fyrir utan Manchester Arena í gærkvöld þar sem 22 létu lífið og á sjötta tug manns slasaðist.

Leikur Manchester United og Ajax fer fram á Friends Arena í Solna í úthverfi Stokkhólms og í yfirlýsingu frá UEFA segir að engin ástæða sé til að ætla að leikvangurinn verði skotmark hryðjuverkamanna.

UEFA segist hafa unnið náið með yfirvöldum í Svíþjóð og knattspyrnusambandi Svíþjóðar í marga mánuði þar sem tekið hefur verið tillit til hryðjuverkaáhættu. Enn fremur voru gerðar nokkrar viðbótaröryggisráðstafanir vegna árásanna í Stokkhólmi í apríl síðastliðnum.

Sigurliðið í leiknum vinnur sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert