Mínútu þögn fyrir úrslitaleikinn

Leikmenn Manchester United minnast fórnarlamba árásarinnar.
Leikmenn Manchester United minnast fórnarlamba árásarinnar. AFP

Evrópska knattspyrnusambandið hefur staðfest að mínútu þögn verði fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Stokkhólmi annað kvöld þegar Manchester United og Ajax mætast.

Sem kunnugt er létust í það minnsta 22 í hryðjuverkaárás á leikvangi eftir tónleika í Manchester-borg í gærkvöldi. Fjöldi fólks er slasaður eftir árásina.

Manchester United minntist fórnarlamba árásarinnar með mínútu þögn fyrir æfingu liðsins í morgun, en liðið ferðaðist til Stokkhólms síðdegis í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert